Odoo image and text block

   Kosturinn við Sonatural SAFAHREINSUN

   Sonatural safinn er sérstaklega vel til þess fallinn að fara í safahreinsun!

   Þegar þú drekkur Sonatural safa í safahreinsun færðu þær hitaeiningar sem til þarf til að viðhalda góðri orku yfir daginn. Þar sem safinn er hráfæði er í góðu lagi að borða allt sem heitir hráfæði (RAW FOOD uppskriftir á Pinterest) ef þú finnur til svengdar. Gott er að drekka nóg af vatni á meðan hreinsun stendur.

   Sonatural safarnir hafa þann kost að þeir eru kaldpressaðir, HPP og eru því ekkert hitameðhöndlaðir sem gerir geymsluþolið þeirra gott. Líftími safanna er allt að 60 dagar frá framleiðslu. Safarnir eru kælivara og þarf því að geyma þá á geymslustað sem er frá 1°c til 8°c.

   Odoo image and text block

   Hversu lengi skal hreinsa

   Fyrir þá sem hafa ekki hreinsað áður getur safahreinsun verið mikil áskorun!

   Upplagt er því að byrja á því að hreinsa einn dag í viku, því næst tvo daga í næstu viku og þriðju vikuna þrjá daga í röð. Fyrir þá sem hafa hreinsað áður er algengast að hreinsa í þrjá til sjö daga í röð, allt frá einu sinni í mánuði til fjórum sinnum á ári.

   Ef hreinsað er í tvo daga eða lengur er eðlilegt að finna fyrir smá orkuleysi og höfuðverk á degi tvö til þrú. Þú getur líka fundið fyrir því að verða utan við þig. Þú pissar meira en venjulega og þú gætir farið að svitna. En allt þetta gefur til kynna að hreinsunin er farin að virka og líkaminn er byrjaður að detoxa eða afeitra sig. Á degi þrjú til fjögur ertu yfirleitt komin yfir þessi einkenni og tilfinningin sú að lítið sem ekkert mál er að halda áfram.

   Lífið gengur sinn vanagang á meðan hreinsun stendur. Það er ekkert mál að stunda líkamsrækt og þess háttar. En ef þú ert í keppnisfasa, próffasa eða mikilli vinnutörn, þar sem líkamleg og andleg einbeiting þarf að vera í topp standi, þá er betra að hliðra til og velja að fara í safahreinsun eftir að álagstímabili er lokið.


   Odoo image and text block

   Ávinningur

   Safahreinsun er hugsuð til að gefa meltingunni hvíld!

   Safahreinsun er einnig hugsuð til að gefa líkamanum tækifæri á að hreinsa vefi, draga úr bólgu og bjúgmyndun og losa líkamann við óæskileg eiturefni. Með því að gefa líkamanum hvíld frá fastri fæðu erum við augljóslega að gefa meltingunni meiri hvíld ef við erum vön að vera sífellt nartandi.

   Eftir hreinsun finna margir fyrir aukinni orku og betri svefni, finna fyrir meiri vellíðan í liðamótum og sjá mun á húðinni svo dæmi séu nefnd. En ein besta tilfinning allra tíma er að vita til þess að maður hefur hreinsað meltingarveginn, þarmana og ristilinn sem gerir það að verkum að manni líður virkilega hreinum bæði að innan sem utan.


   Odoo image and text block

   Að setja sér markmið

   Reglulega gerum við okkur heit um að taka til í mataræðinu!

   Eins og t.d. draga úr sykur- og gosdrykkjaneyslu, minnka hveitimagn og jafnvel draga úr mjólkurafurðum og unnum matvörum. Eftir safahreinsun er það hvatning fyrir marga að tapa þyngd, sem gerist nánast undantekningarlaust.

   En er það aðalmálið málið? Fyrir marga er mun auðveldara að standa við heit sín eða markmið í beinu framhaldi af safahreinsun þar sem líkaminn er búin að núllstilla sig. Eftir hreinsun ertu farin/n að áreita ónæmiskerfið með því að taka út fæðutegundir eins og hvítan sykur, hveiti, mjólkurvörur, glúten, transfitu, áfengi og kaffi, sem hafa ef til vill verið að framkallað óþol/ofnæmi eða bólgur.

   Bætt mataræði, aukin hreyfing og meiri vellíðan er lykill að heilbrigðum lífsstíl.
   En er það ekki akkúrat það sem flestir kjósa sér?


   Odoo image and text block

   Hvað einkennir Sonatural safann

   100% náttúrulegur! 

   Það sem einkennir Sonatural safann er hið náttúrulega bragð og tær litur. Einungis er notast við 100% náttúrulega og ferska uppskeru ávaxata og grænmetis í safann.

   Þar sem safinn er 100% náttúrulegur skilur hann sig, líkt og um heimatilbúinn safa úr blender sé að ræða. Því þarf að hrista flöskuna áður en hún er opnuð. Í dag er nútímafólk farið að uppgötva það betur og betur að ef safi skilur sig, þá er ekki viðbættur sykur, þykknir, rotvarnarefni né bindiefni í safanum heldur er um 100% náttúrulega afurð að ræða.


   Odoo image and text block

   Gríptu Sonatural - Vertu Sonatural

   Sonatural safinn er hollur og frískandi næring fyrir fólk á öllum aldri, á ferð og flugi, í vinnunni, í skólanum, í ræktinni, á heilsugæslunni, í bíó, heima og bara hvar sem er. Gott sem milllimál, til að svala þorsta, til að seðja hungrið og til að hreinsa meltingarkerfið.


   Odoo image and text block

   Fyrirtæki og stofnanir

   Mörg fyrirtæki og stofnanir eru farin að versla safann svo starfsfólk geti keypt hann á sínum vinnustað. Einnig eru starfmenn fjölda fyrirtækja farin að taka sig saman og fara í safahreinsun saman. Af því hlýst mikill stuðningur og þykir skemmtilegt átak í heilsueflingu.


   Odoo image and text block

   Endurvinnslan

   Safnið tómum flöskum saman og farið með í endurvinnsluna.
   Það fást heilar 16 krónur fyrir hverja flösku.


   Odoo CMS - a big picture

    

   Einhverjar spurningar?

    

   Heyrðu í okkur