

Sonatural
Sonatural er margverðlaunaður safi, framleiddur í Portúgal. Fyrirtækið er leiðandi í Evrópu í framleiðslu á kaldpressuðum og HPP
(high pressure
processing) safa.

Ekkert viðbætt
Það er ENGINN viðbættur sykur né þykkni og ekkert viðbætt vatn í safanum. Auk þess eru engin bindiefni, rotvarnarefni né GMO í safanum.

100% náttúrulegur
Það sem einkennir Sonatural safann er hið náttúrulega bragð og tær litur, þar sem einungis er notast við náttúrulega og ferska uppskeru ávaxata og grænmetis.


Sá sterki! - Engifersafi
Rífur mátulega í!
Það er eitthvað sem gerir þennan safa að söluhæstu vöru allra tíma. Safinn "rífur í" og er vinsæll eftir krefjandi æfingar og langa vinnutörn. Engifer getur haft þau áhrif að vinna gegn uppsöfnuðum sindurefnum í líkamanum. Engifer getur líka haft þau áhrif að draga úr bólgum, kvefi og hálsbólgu, minnkað ógleði, lækkað kólesteról og lagað meltingatruflanir.
Nettó innihald: 400 ml
Innihald: Engifer og epli.
Næringarefni í 100 ml : Orka 50kcal, Prótein 0,7g , Kolvetni 10,4g (þar af ávaxtasykur 8,8g), Trefjar 3g , Fita 0,3g (þar af mettuð fita 0,1g), Natríum <0,1g

Doktor græni! - Gúrku og sellerísafi
Sá græni hreinsar vel!
Græni safinn veitir orku, getur haft vantslosandi og bólgueyðandi áhrif, hreinsað blóðrásina og aðstoðað meltinguna við að hreinsa sig, enda agúrka, sellerí, epli, spínat og sítróna í sama sopanum.
Nettó innihald: 400 ml
Innihald: Agúrka, sellerí, epli, spínat og sítróna.
Næringarefni í 100 ml : Orka 51kcal , Prótein 0,42g , Kolvetni 11,8 g (þar af ávaxtasykur 11,4g ), Trefjar 1g, Fita 0,1g (þar af mettuð fita < 0,1g), Natríum <0,1g

Sá fríski! - Sítrónu & mintsafi
Frábær íþróttadrykkur sem svalar þorstanum.
Sítrónu & mintsafinn er gjarnan kallaður partýdrykkur því mintuflögurnar dansa um í safanum. Sítróna getur hjálpað til við að endurnýja og hreinsa húðina og losa óæskileg sindurefni í líkamanum. Sítróna getur einnig hjálpað til gegn kvefi & bætt meltinguna. Sannkallaður kjarnadrykkur.
Nettó innihald: 400 ml
Innihald: Sítróna, minta og epli.
Næringarefni í 100 ml : Orka 5 5 kcal, Prótein <0,5g, Kolvetni 14 g (þar af ávaxtasykur 14 g ), Trefjar 1,5 g, Fita 0,5g (þar af mettuð fita 0,01g ), Natríum 0,01g
Þau hundrað prósentin! - Appelsínusafi
Appelsínusafinn frá Sonatural er 100% hreinn appelsínusafi!
Þessi hreini appelsínusafi er án efa örugglega einn sá allra besti í bænum. Appelsínur geta verið andoxunarríkar og geta því virkað styrkjandi fyrir ónæmiskerfið. Appelsínur geta haft þann eiginleika að slá á sætuþörf & þar af leiðandi gæti appelsínusafinn hjálpað til í þyngdarstjórnun.
Nettó innihald: 400 ml
Innihald: 100% appelsínusafi.
Næringarefni í 100 ml: Orka 37kcal, Prótein 0,2g, Kolvetni 8,7g (þar af ávaxtasykur 8,7g), Trefjar 3g, Fita 0,1g (þar af mettuð fita <0,1g), Natríum <0,2g

Sá saðsami! – Avokadósafi
Það er svo gott að grípa þennan með sér t.d. í hádeginu!
Avokadósafinn er ótrúlega saðsamur drykkur og geur góða fyllingu. Avokadó getur haft góð áhrif á lifrina & á húð og hár. Ekki síst getur avokadó haft góð áhrif á meltinguna og þar af leiðandi á þyngdarstjórnun.
Nettó innihald: 400 ml
Innihald: Avokadó, epli, pera, gúrka og spínat.
Næringarefni í 100 ml: Orka 54 kcal, Prótein 0,4g, Kolvetni 8,7g (þar af ávaxtasykur 7,4g), Trefjar 2 g, Fita 2g (þar af mettuð fita 0,4g ), Natríum 0,1g

Sá ósigrandi! – Rauðrófusafi
Rauðrófusafinn er allra meina bót!
Margir eru háðir því að drekka rauðrófusafa á hverjum morgni og skyldi engan undra. Rauðrófur geta haft æðavíkkandi áhrif og geta hjálpað til við að auka blóðstreymi. Þar sem safinn innihelur einnig engifer getur hann haft góð áhrif á að draga úr bólgum, kvefi og hálsbólgu.
Nettó innihald: 250 ml
Innihald: Rauðrófa, epli, engifer og gulrót.
Næringarefni í 100 ml: Orka 55 kcal, Prótein <0,26g, Kolvetni 13 g (þar af ávaxtasykur 12,5g), Trefjar 1,5g, Fita 0,1g (þar af mettuð fita <0,1g ), Natríum <0,1g

Sá sæti! - Mangósafi
Mangósafinn er ótrúlega vinsæll!
Mangó er fyrir alla sem elska sætt og hentar því vel seinni partinn eða eftir kvöldmat. Mangó þar af leiðandi verið góður í að stjórna þyngdarsveiflum. Mangó er talið vera gott fyrir meltinguna og örva góðu bakteríurnar í ristlinum. Mangó getur einnig hjálpað til gegn blóðleysi og getur verið gagnlegur gegn unglingabólum.
Nettó innihald: 250 ml
Innihald: Mangó, epli og banani.
Næringarefni í 100 ml: Orka 67 kcal, Prótein< 0,5g, Kolvetni 16g (þar af ávaxtasykur 14 g), Trefjar 2 g, Fita <0,5g (þar af mettuð fita 0,06g), Natríum <0,1g

Sá orkuríki! – Berjasafi
Kemur manni í gott skap!
Ber eru andoxunarrík. Ber geta líka haft góð áhrif á húð og hár, sem og á meltinguna. Líkt og með mangósafann hentar þessi vel til að grípa í þegar sætuþörfin kallar. Öll fjölskyldan berst um að ná síðasta berjassafanum út úr ísskápnum.
Nettó innihald: 250 ml
Innihald: Epli, bláber, hindber og banani.
Næringarefni í 100 ml: Orka 51 kcal, Prótein <0,5g, Kolvetni 12g (þar af ávaxtasykur 10g ), Trefjar 3g, Fita <0,5g (þar af mettuð fita 0,03g), Natríum <0,1g

Sá ljómandi! – Gulrótarsafi
Gulrótarsafinn kemur virkilega á óvart!!
Gulrætur eru taldar góðar fyrir meltinguna. Gulrætur eru karótín ríkar. Líkaminn umbreytir því í A-vítamín sem er nauðsynlegt fyrir sjón og húð. Ennfremur geta gulrætur haft góð áhrif á ónæmiskerfið.
Tilfinningin eftir þennan safa er "maður ljómar eftir á".
Nettó innihald: 250 ml
Innihald: Gulrætur og epli.
Næringarefni í 100 ml: Orka 46,8 kcal, Prótein 0,23g, Kolvetni 11,5g (þar af ávaxtasykur 10,8g ), Trefjar 1g, Fita 0,1g (þar af mettuð fita <0,1g), Natríum <0,1g

Búmm! Engiferskot
Engifer er eitt þekktasta krydd í heimi!
Engiferrótin er talin hafa góð áhrif á líkamsstarfsemina. Engiferskotið "rífur mátulega í" hvenær sem er sólarhringsins. Áhrif engifers eru aðallega talin bólgueyðandi og bakteríudrepandi.
Nettó innihald: 125 ml
Innihald: Engifer og epli
Næringarefni í 100 ml: Orka 50kcal, Prótein 0,7g , Kolvetni 10,4g (þar af ávaxtasykur 8,8g), Trefjar 1g, Fita 0,3g (þar af mettuð fita <0,1g), Natríum <0,1g

Turmerik og Cayenne skot - Áhrifaríkur kokteill!
Kveikir á vélinni!
Turmerik og Cayenne pipar geta haft þau áhrif að koma brennslunni af stað. Túrmerikrót eins og sér er gjarnan notuð gegn kvillum eins og liðverkjum, magabólgu og vindverkjum & Cayenne pipar er vel þekktur sem vörn gegn sýkingum.
Nettó innihald: 125 ml
Innihald: Turmerik & Cayenne pipar, engifer, epli, ananas, sítróna, chili pipar
Næringarefni í 100 ml: Orka 54,6kcal, Prótein 1g , Kolvetni 11,6g (þar af ávaxtasykur 9,7g), Trefjar 1g, Fita 0,6g (þar af mettuð fita 0,2g), Natríum 0,003g